- Advertisement -

Með milljón á dag

Sigþór llBirgir Jakobsson landlæknir segir að með samningi Sjúkratrygginga og sérfræðilækna sé hægt að segja að hér tíðkist sjálftökukerfi. Það er að sérfræðingar stjórni hversu mikið þeir vinni og hversu oft þeir kalla sjúklinga til sín. Og Sjúkratryggingar borgi.“

Þannig byrjaði frétt sem ég skrifaði á hringbraut.is, eftir viðtal sem ég átti við landlækni í fyrra.

„Ég var boðaður í sónarskoðun hjá hjartalækni, þar sem mín bíður að fara í hjartaþræðingu. Ég mætti á tilsettum tíma. Skoðunin tók réttar níu mínútur. Þegar ég borgaði fyrir herlegheitin brá mér í brún. Þessar níu mínútur kostuðu samtals 32.676 krónur. Minn hluti var 14.990 krónur. Hitt féll á ríkissjóð,“ segir viðmælandi.

Létt er að reikna með að hæglega komist fimm sjúklingar að á hverri klukkustund og því er varlega áætlað, miðað við það, að tekjurnar á sónartækið séu um ein milljón á dag.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Vitað er að margt fólk neyðist til að neita sér um læknaþjónustu. Þegar stutt innlit kostar allt að fimmtán þúsund krónum er kannski ekki nema von að svo fari.

Meira úr fréttinni á hrinbraut.is: „Birgir segir einnig að með þess háttar kerfi tíðkist of oft að læknar vinni óþarfa verk. Það er að þeir haldi sjúklingum of lengi, boði þá oft í viðtöl.

Þrátt fyrir að hlutfallslega séu margir sérfræðingar hér á landi sé oft erfitt, og stundum útilokað, að koma sjúklingum til sérfræðilækna. Þeir séu stundum og uppteknir af sömu sjúklingum í langan tíma.

Birgir segir okkur ekki verja minni peningum til heilbrigðismála en aðrir þjóðir. En leiða megi líkur að því að við nýtum peningana verr en aðrar þjóðir.“

Sigurjón M. Egilsson.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: