- Advertisement -

Staðnað stórveldi í Vesturbæ

Mannlíf Fyrir alla KR-inga voru lok leiktímabilsins árið 1999 hreint ótrúlegt. Félagið sigraði í öllu. Varð bæði Íslandsmeistari í karla- og kvennaflokki og eins bikarmeistarar karla og kvenna. Muni ég rétt varð KR einnig Íslandsmeistari í öðrum flokki karla. En er svo sem ekki viss um það.

Allt varð þetta á eitt hundrað ára afmælisári KR. Hreint magnað.

sme llFljótt skyldu leiðir. Það dró úr árangri kvennaliðsins en karlalið KR varð Íslandsmeistari árið eftir, lenti í basli 2001 en náði sér á strik og sigraði bæði 2002 og 2003. Síðan kom stutt hlé. Rúnar Kristinsson, einn dáðasti sonur KR, kom heim og tók við þjálfun liðsins. Hann þjálfaði í fjögur ár og gerði liðið tvisvar að Íslandsmeisturum og þrisvar að bikarameisturum.

Kvennaliðið hins vegar missti flugið féll í aðra deild en er nú komið aftur í efstu deild.

Þú gætir haft áhuga á þessum

En hvers vegna segi ég þetta? Er þetta ekki saga sem allir þekkja og allir vita um? Jú, vonandi.

Mér virðist sem allt annað en leikur liðsins og árangur hafi staðnað. Árangurinn er glæstur frá því að KR fagnaði hundrað ára afmæli sínu árið 1999. Sex Íslandsmeistaratitlar í karlaflokki og nokkrir bikarmeistaratitlar.

Þá koma rökin fyrir fyrirsögninni; Staðnað stórveldi.

Já, það var gaman 1999 og hefur oft verið gaman síðan, það er fyrir okkur sem styðjum KR. Á þessu ári verða sautján ár frá því eftirminnilega ári. Þrátt fyrir velgengni síðustu ára er ekki að sjá, að hvorki eitt né neitt hafi gerst í aðbúnaði eða umgjörð hjá KR. Vera má að bætt hafi verið við stólum í stúkuna. Man það ekki, en ef svo er, er það það eina.

Enn er snyrtiaðstaða fyrir vallargesti hreint ömurleg. Hlandfúinn skúr við enda stúkunnar, sem aldrei hefur verið til sóma, er nú sautján árum eldri en hann var þegar upprisann varð og árangur jókst með mörgum glæstum sigrum og aukinni velvild víða í samfélaginu. Einu breytingarnar eru að á nokkurra ára fresti er sett ný tréplata á gólf skúrsins svo það láti ekki undan vallargestum. Þessar tréplötur eru sýnilegustu framkvæmdirnar á KR-vellinum frá stóra afmælinu árið 1999. Þær eru í raun táknrænar.

Tréplöturnar í hlandskúrnum er jú einhverskonar táknmynd þess að ekkert gerist í ásýnd félagsins eða aðbúnaði.

KR sem lengst af var fyrirmynd annarra félaga er fjarri því nú. Horft er með virðingu til uppbyggingar hjá öðrum félögum; FH, Val, Fylki, Víkingi og jafnvel víðar.

Krafturinn sem var vorið 1999 er greinilega ekki til staðar lengur. Þá stofnuðum við Útvarp KR, svarthvíta útvarpið. Það er enn í gangi og þjónar vel sínu hlutverki. Útvarpið er það sem KR hefur framyfir önnur félög.

Annað ekki. Tímabil glæstra sigra og velgengni hefur runnið áfram. Einu jákvæðu breytingarnar eru, að til hafa orðið nýjar kaflar í sögu félagsins og bikurum hefur fjölgað.

Fljótt á litið eru það svo einungis körfuboltamenn, utan fótboltans, sem hafa unnið til æðstu verðlauna. Fátt virðist vera að gerast í öðrum íþróttagreinum. Það er af sem áður var.

Þetta eru miklar breytingar hjá félaginu. Til að geta haldið í slagorðið; gamla stórveldið, Reykjavíkurstoltið, verða margir að girða sig í brók.

Ég hef áhyggjur af þessu.

Sigurjón M. Egilsson.

 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: