Neyterndur Síminn hefur gefið það út að frá næstkomandi septembermánuði muni fyrirtækið rukka fyrir allt gagnamagn sem fer um nettengingar viðskiptavina, hvort sem það er innlent eða erlent, upphal eða niðurhal. Fyrirtækið gefur hins vegar einnig út að til þess að „koma til móts við viðskiptavini“ muni innifalið gagnamagn vera stóraukið þannig að það núlli út hið aukna gagnamagn sem mun mælast. Rétt er að taka fram að einnig hefur Síminn hækkað verðskrár sínar lítillega. Með þessu vill Síminn meina að verið sé að auka gagnsæi og einfalda útreikninga.
Sjá nánar hér á vef Neytendasamtakanna.