- Advertisement -

Bjarni Ben: Við sprungum á limminu

„Hvernig á maður að ræða um tímabilið sem hæstvirtur þingmaður fór yfir, að hafi gilt fram til þess að gengið var sett á flot? Hvaða einkunn vil ég gefa þessu tímabili? Jú, ég tel að það sé athyglisvert að lengst af á þeim tíma hafi verðbólgan verið innan þolanlegra marka og vextir voru sömuleiðis nokkuð lágir, að minnsta kosti í sögulegu samhengi. Krónan var á þessum tíma eins konar körfumynt sem tók mið af gengi ýmissa gjaldmiðla sem aftur endurspegluðu utanríkisviðskipti okkar. En það sem skipti mestu varðandi fastgengisstefnuna var að við sprungum á limminu. Við sprungum á getunni til að halda genginu stöðugu með gjaldeyrisöflun. Við gátum það ekki lengur. Það er áhætta sem menn taka ef þeir ætla að byggja fastgengisstefnu og hin undirliggjandi utanríkisviðskipti styðja ekki við það gengi sem menn hafa fastsett sér að halda. Þá þarf að fara að taka lán í erlendum myntum til að halda genginu við og á endanum gátum við ekki haldið því áfram,“ þannig svaraði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra þegar Guðmundur Steingrímsson spurði hvort hann væri sammála því að tímabilið, í efnahagssögu Íslendinga 1989, í kjölfar þjóðarsáttarsamninga, til 2001, þegar Ísland tók upp fljótandi gengi, hafi verið velsældartímabil?

Guðmundur sagði okkur þá hafa uppfyllt Maastricht-skilyrðin, en tilefnið var Evrópuskýrsla Alþjóðastofnunar. Guðmundur sagði: „Þetta er ágætlega rakið í skýrslunni. Við bjuggum við beintengingu á ERM sem var undanfari evrunnar.“

-sme

18.500 lásu Miðjuna síðastliðnar fjórar vikur.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: